Hjólað í skólann

Nú þegar margir nemendur koma hjólandi í skólann viljum við minna á hjálmanotkun og að nemendur læsi hjólunum sínum. Athugið að skólinn ber ekki ábyrgð á hjólum nemenda.

Það er ekki leyfilegt að hjóla á skólalóðinni á skólatíma og að gefnu tilefni biðjum við nemendur sem eiga rafknúna fararskjóta að fara sérstaklega varlega og fara eftir öllum reglum. Sömu reglur gilda um notkun rafhlaupahjóla og önnur hjól.

Posted in Fréttir.