Bæjarlistamaður Kópavogs

Í dag var Árni Páll Árnason útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs árið 2020. Þetta  var tilkynnt við hátíðlega athöfn hér hjá okkur í Vatnsendaskóla, það eru tíu ár frá því að Herra Hnetusmjör útskrifaðist frá okkur úr 10. bekk grunnskóla. Hér byrjaði hann að koma fram á bekkjarskemmtunum, samstund og  árshátíðum. Hann hefur haldið áfram á listabrautinni og er á fljúgandi ferð í tónlistarheiminum. Við óskum Árna Páli til hamingju með útnefninguna.

Posted in Fréttir.