Barnasáttmáli

Á degi mannréttinda barna þann 20. nóvember, verður nýr fræðsluvefur um Barnsáttmálann opnaður.

Á hinum endurnýjaða vef, www.barnasattmali.is, er að finna fræðslu um mannréttindi barna. Margt nýtt og spennandi er á vefnum sem auðveldar fræðslu um þau. Þar er Barnasáttmálinn birtur með barnvænum texta, hann er táknmálstúlkaður og á vefnum er vefþula sem hentar blindum og sjónskertum. Hann hefur jafnframt að geyma heildartexta Barnasáttmálans og Barnasáttmálann á mörgum tungumálum. Vefurinn er að hluta til þýddur á ensku og pólsku og er það gert til að höfða til foreldra barna á Íslandi með annað móðurmál en íslensku.
Enn fremur er á vefnum upplýsingar fyrir börn um hvert þau geti leitað ef þau þurfa hjálp.
Posted in Fréttir.