Bebras áskorunin

Í næstu viku munu nemendur í 6. – 10. bekk taka þátt í Bebras áskoruninni. Bebras er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni meðal nemenda á öllum skólastigum. Í áskoruninni leysa þátttakendur skemmtilegar þrautir sem byggja á hugsunarhætti forritunar við úrlausn þeirra. Þetta er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni og var hún keyrð í fyrsta sinn á Íslandi árið 2015. Gaman er að segja frá því að Vatnsendaskóli hefur verið með frá upphafi. Hægt að lesa meira um Bebras áskorunina á bebras.is

Posted in Fréttir.