Bókargjöf

Skólinn fékk að gjöf bekkjarsett af Orra óstöðvandi: Hefnd glæponana!

Bjarni Fritzsson höfundur bókanna um Orra óstöðvandi og Möggu Messi, hafði samband í vikunni og gaf skólanum bekkjarsettið sem þakklætisvott fyrir frábært starf á ótrúlegum tímum. Bókin um Orra óstöðvandi: Hefnd glæponanna, var valin barnabók ársins 2020 á Bókmenntahátíð barnanna. Bekkjarsettinu fylgir verkefnahefti upp úr bókinni sem Tinna Baldursdóttir íslenskukennari gerði og hægt er að vinna samhliða lestrinum.

Viljum við þakka Bjarna og Tinnu kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf, takk fyrir okkur.

Posted in Fréttir.