Pangea stærðfræðikeppnin

Árlega er Pengea keppnin haldin hér á landi og reyndar í rúmlega 20 öðrum Evrópulöndum. Keppnin er eingöngu fyrir nemendur í 8. og 9.bekk. Fyrsta keppnin hér á landi var haldin 2016 og þá voru um 1000 nemendur sem spreyttu sig á verkefnunum. Keppnin hefur farið stækkandi á hverju ári og nú voru þátttakendur yfir 5000. Við í Vatnsendaskóla höfum verið með frá byrjun og var árangurinn góður hjá okkur fólki í ár.

Þrír nemendur 9. bekkjar komust í lokaúrslitin, þeir Hilmar Andri Lárusson, Hilmir Bjarki Hjartason og Steinn Logi Gunnarsson.

Tveir nemendur 8. bekkjar gerðu slíkt hið sama en það voru þeir Elvar Magnússon og Tómas Elí Ólafsson .

Það var gaman að sjá hvað allir lögðu sig vel fram og það eru nú aðalatriðið í svona keppni og það að fá 5 nemendur í úrslit er frábær árangur og Elvar gerði enn betur því hann náði í þriðja sætið í sínum árgangi sem er glæsilegt. Við óskum honum og hinum drengjunum til hamingju með árangurinn.

Við verðum örugglega aftur með að ári.

Posted in Fréttir.