Forvarnardagurinn

Á miðvikudaginn var hinn árlegi forvarnardagur og fengu 9. bekkingar fræðslu, á sal skólans. Þema Forvarnardagsins þetta árið var andleg líðan ungmenna. Áhersla var lögð á mikilvægi þess að auka seiglu og nýta verndandi þætti til að takast á við áskoranir í þeirra lífi, eins og orkudrykki, nikótínvörur og of lítinn svefn. Ásamt fræðslu tóku nemendur þátt í umræðum um málefni dagsins. Umræður gengu vel og niðurstöðum var skilað nafnlaust á vef forvarnardagsins.

Posted in Fréttir.