Hættusvæði við Elliðavatn

Okkur barst ábending um að börn væru að leika sér á Elliðavatni. Börnin eru að fara út á ísinn, sem getur verið mjög hættulegt þar sem það eru uppsprettur í vatninu. Vakir myndast þar fljótt og þarf ekki að spyrja að leikslokum ef barn fellur þar niður án þess að nokkur taki eftir. Við biðjum ykkur því að brýna fyrir börnum ykkar að fara alls ekki út á ísinn alveg sama hversu traustur hann virðist vera. Meðfylgjandi er mynd af vatninu þar sem hættusvæði eru merkt inn á.

Hættusvæði: http://vatnsendaskoli.is/wp-content/uploads/sites/10/2019/11/ellidavatn_haettusvaedi.pdf

Posted in Fréttir.