Ráðleggingar um morgunnesti

Embætti landlæknis hefur birt ráðleggingar um morgunnesti og sparinesti fyrir grunnskólanema. Börn eru misjöfn og ekki dugar öllum að fá einungis ávexti og grænmeti í morgunhressingu. Einnig þarf að taka mið af því hvort borðað var nægilega vel í morgunmatnum og hve langt er í hádegismat. Í ráðleggingunum eru gefin viðmið fyrir morgunhressingu og sýnd dæmi um hvaða matvæli gætu verið heppileg, með ávöxtum og grænmeti, háð mismunandi þörfum barna.

Skólar hafa boðið nemendum að taka með sparinesti í skólann öðru hvoru en það er tilbreyting frá því sem er venjulega. Í ráðleggingunum eru einnig gefin viðmið fyrir sparinesti og dæmi um hvaða vörur gætu hentað í slíkum tilvikum.

Posted in Fréttir.