Nemendur sækja jólatré

Hefð er í Vatnsendaskóla að nemendur í 2. árgangi fari í ferð á aðventunni til að sækja jólatré fyrir skólann.  Þetta árið var farið í skóginn í Úlfarsfelli. Þar tók á móti okkur starfsmaður skógræktarinnar. Hann fór með nemendur í gönguferð um skóginn og fræddi þá um hinar ýmsu trjátegundir.  Veðrið var gott og nemendurnir skemmtu sér vel í skóginum. Að lokum fengu allir grillaðar pylsur. Jólatréð mun prýða anddyri skólans.

Posted in Fréttir.