Hour of Code – Klukkustund kóðunar

Dagana 5. – 11. desember er haldin alþjóðleg, Hour of Code vika (klukkustund kóðunar).  Klukkustund kóðunar er árlegt átak í forritun sem gengur út á það að fá sem flesta til þess að skoða og kynna sér forritun á myndrænan og skemmtilegan hátt í eina klukkustund. Forritunarátakið nær til 180 landa með yfir 1,5 milljarð þátttakenda.

Vatnsendaskóli er skráður til leiks líkt og undanfarin ár þar sem allir nemendur skólans taka þátt. Vinabekkir munu hittast og forrita saman þar sem eldri nemendur aðstoða þá yngri.  Á heimasíðu verkefnisins má finna mikið magn af spennandi og aðgengilegum verkefnum. Búið er að íslenska efnið að stórum hluta og eykur það og einfaldar aðgengi nemenda. Sjá má myndir á FB síðu skólans.

Posted in Fréttir.