Vasaljósagöngur

Í svartasta skammdeginu er gaman að fara út með vasaljós. Vinabekkir hittust í vikunni og fóru í gönguferðir með vasaljós og nesti. Hóparnir fóru í Magnúsarlund eða á útikennslusvæðið í Dimmuhvarfi. Kveiktur var varðeldur og nemendur gæddu sér á kakói, rjóma, piparkökum, mandarínum og öðru góðgæti. Kennarar voru sammála um að þetta hafi verið sérstaklega notaleg samvera og nemendur voru ánægðir með uppbrot skóladagsins. Veðrið var gott þó kalt hafi verið. Sjá má myndir á FB síðu skólans.

Posted in Fréttir.