Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í morgun. Markmið hennar er að vanda flutning og framburð íslensks máls.  Að læra að njóta þess að flytja móðurmál okkar sjálfum okkur og öðrum til ánægju og síðast en ekki síst að bera virðingu fyrir móðurmálinu. Það voru 5 nemendur í 7. árgangi sem tóku þátt og úr þeim hópi voru valdir tveir nemendur sem verða fulltrúar skólans í aðalkeppninni sem haldin verður í Salnum í Kópavogi. Þar munu tveir fulltrúar frá hverjum grunnskóla Kópavogs mæta. Fulltrúar Vatnsendaskóla að þessu sinni verða Þórhildur og Þórarinn Víkingur, Hrannar verður varamaður.

Posted in Fréttir.