Skemmtilegt samstarf

Þetta skólaár hafa nemendur í 6. Glitrós heimsótt leikskóla hverfisins, Aðalþing og Sólhvörf, reglulega. Verkefnið hófst á síðasta skólaári og gekk það svo vel að ákveðið var að heimsækja leikskólana oftar yfir árið.  Á leikskólanum hafa nemendur bæði lesið fyrir börnin og leikið við þau. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að fylgjast með krökkunum okkar í þessu verkefni. Þeir hafa staðið sig ótrúlega vel, margir hverjir hafa blómstrað í hlutverkinu og áttað sig á nýjum styrkleikum. Öll hafa þau gert okkur stolt hvað eftir annað í vetur og verið skólanum sínum til mikils sóma.

Posted in Fréttir.