„Gullplatan: sendum tónlist upp í geim!“

Nemendur í 4. árgangi í Vatnsendaskóla hafa klárað að vinna og senda inn efni fyrir „Gullplötuna: Sendum tónlist upp í geim!“, skemmtilegu þverfagegu verkefni sem við höfum verið að vinna ásamt nemendum í öðrum grunnskólum landsins. Í undirbúningi kynntust nemendur Voyager geimförinni 1977 og tilgangi upphaflegu gullplötunnar sem átti að vera eins konar tímahylki til að lýsa líf á jörðinni fyrir hverjum sem kynnu að finna hana. Nemendur unnu við það að semja lagalista, teikna myndir, taka upp hljóðbúta af umhverfishljóðum og taka upp kveðjur á mismunandi tungumálum. Aukalega lærðum við um Gustav Holst og tónverkið hans „Pláneturnar“. Siðan sömdu nemendur tónlist fyrir sínar eigin ímyndaðar plánetur í anda tónverksins.

Nú líður að uppskeruhátíð verkefnisins sem verður á Big Bang tónlistarhátíðinni í Hörpu á sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl. Gullplatan mun þjóta af stað með veðurblöðru frá Hörpu og verður það fyrsti spölurinn að áfangastaðnum sem er listagallerí á tunglinu!

Posted in Fréttir.