Skólasetning og fyrstu kennsludagar Vatnsendaskóla

1.árgangur fær boðun í skólaboðunarviðtal 16. ágúst og verða þau á tímabilinu 22.-24.ágúst.

Skólasetningar hjá 2. – 10. árgöngum verða miðvikudaginn 23. ágúst á eftirtöldum tímum:
2. – 4. árgangar kl: 9:00

5. – 7. árgangar kl: 10:00

8.-10. árgangar kl: 11:00

Nemendur mæta í hátíðarsal skólans þar sem skólastjóri býður þá velkomna. Að því loknu fara þeir með umsjónarkennurum í stofurnar og síðan heim. Áætlað er að þetta taki um 40 mínútur. Foreldrar eru velkomnir með á skólasetningu.

Skólahald hefst fimmudaginn 24. ágúst samkvæmt stundatöflu. Þann dag opnar frístundin eftir skóla fyrir nemendur í 1. – 4. árgöngum sem hafa verið skráðir þar. Nemendur fá öll námsgögn og námsbækur hjá okkur og þurfa eingöngu að koma með skólatösku, nesti og vatnsbrúsa.

Dagana 24. og 25. ágúst eru samvinnudagar í Vatnsendaskóla. Þar leggjum við áherslu á samvinnu og hópefli sem gefur árgöngum tækifæri til að hrista sig saman og skapa jákvæðan bekkjaranda fyrir komandi skólaár.

Fimmtudaginn 25. ágúst munu nemendur og starfsfólk Vatnsendaskóla taka höndum saman, ganga um hverfið og hreinsa til svæði utan eignalóða. Þetta verkefni er unnið af ósk sem kom frá umhverfisráði skólans núna á vordögum. Við verðum á ferðinni milli kl. 10.00 og 11.00 og hvetjum ykkur ef þið eruð heima að kíkja út og jafnvel aðstoða við plokk.

Posted in Fréttir.