Ferð í Friðheima

Nemendur í 6. árgangi eru að vinna með samþætt verkefni sem tengist vatni. Þeir fóru í heimsókn í Friðheima þann 20.september. Þar tóku eigendur á móti hópnum og kynntu fyrir þeim starfsemi Friðheima og hvernig og af hverju reksturinn er sjálfbær. Einnig var farið yfir hversu mikilvægt vatnið er fyrir framleiðsluna þeirra. Nemendur voru áhugasamir með þessar fræðslu og fengu þeir að smakka ný tínda tómata beint af plöntunni. Nemendum þótti mjög áhugavert að kynnast lífrænni ræktun og hvernig býflugur gegna einu af lykilhlutverki í Friðheimum.
Posted in Fréttir.