Góðgerðahlaup Vatnsendaskóla

Í haust héldum við Góðgerðahlaup Vatnsendaskóla. Nemendur ákváðu að láta ágóðann renna til styrktar Ljónshjarta. Ljónshjarta eru samtök til stuðnings börnum sem misst hafa foreldri og fólki sem misst hefur maka. Starfsemi félagsins hefur nýst nemendum og fjölskyldum þeirra ákaflega vel og er áríðandi að styðja Ljónshjarta til áframhaldandi góðra verka. Í dag mætti Anna Dagmar Arnarsdóttir frá Ljónshjarta til okkar og tók við ágóðanum. Alls söfnuðust 463.000 kr. og þökkum við nemendum og nærsamfélagi þeirra fyrir frábæran stuðning. Góðgerðahlaupið heppnaðist mjög vel og mun verða árlegur viðburður.

Posted in Fréttir.