Nemendur sækja jólatré

Ein af hefðum Vantsendaskóla er að sækja jólatré fyrir skólann. Það eru nemendur í 2. árgangi sem fá það skemmtilega hlutverk. Í ár var farið í skóginn við rætur Úlfársfells þar sem Skógræktarfélag Mosfellsbæjar tók á móti hópnum. Nemendur fóru í gönguferð um skóginn og fengu fróðleiksmola um hin ýmsu tré hjá Bjarka í skógræktinni. Það var mjög vinsælt að fá að leika sér frjálst við lækinn og í skóginum. Margir höfðu kakó í nesti og í hádeginu voru grillaðar pylsur sem nemendur borðuðu með bestu lyst. Toppurinn á deginum var að horfa á kennarana saga niður tréð og sjá það falla. Hópurinn fær fljótlega að skreyta þetta flotta tré sem verður staðsett í aðalinngangi skólans. Hópurinn fékk gott veður og ferðin heppnaðist vel.

Posted in Fréttir.