Árgangamót í skák

Í apríl héldum við árgangamót í skák í Vatnsendaskóla. Einar Ólafsson og Gunnar Finnsson stýrðu mótinu og var mjög góð þátttaka. Þegar allir árgangar höfðu lokið keppni var haldið lokamót um Skákmeistara Vatsendaskóla þar sem allir sem lentu í tveimur efstu sætunum í sínum árgangi tóku þátt. Að lokum báru þrír sigur úr býtum, Jakob Már Kjartansson varð í þriðja sæti, Þórarinn Víkingur Einarsson í því öðru og hreppti Hrannar Már Másson fyrsta sætið. Þetta er skemmtilegt mót sem er orðið að árlegri hefð hér í skólanum.

Posted in Fréttir.