Fréttir

Útskrift og skólaslit
Útskrift 10.árgangs verður 4. júní kl:17:00 í hátíðarsal skólans. Skólaslit hjá 1.-9. árgangi verða 5. júní kl: 9:00. Nemendur mæta í heimastofur og fara með umsjónarkennurum í íþróttasalinn þar sem skólaslitin fara fram. Skólaslitum lýkur kl.10:00.

Vorhátíð foreldrafélagsins
Lesa meira, til að sjá auglýsingu í fullri stærð.

Stelpur, stálp og tækni
Stelpur, stálp og tækni dagurinn var í dag 23. maí. Dagurinn er haldinn víða um heim. Markmiðið með þessum degi er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum og stálp í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra […]

Vortónleikar
Vortónleikar hjá skólakórum Vatnsendaskóla voru haldnir 20. maí, í hatíðarsal skólans. Samvinna nemenda yfir veturinn skilaði sér í mjög skemmtilegum tónleikum þar sem nemendur sungu fjölbreytt lög í mismunandi stíl, spiluðu á hljóðfæri, dönsuðu og komu fram með sjálfstæð atriði. Kórmeðlimir […]

Skólahreysti
Eftir árs pásu frá Skólahreysti keppti Vatnsendaskóli að nýju. Keppendur voru Hrannar og Bryndís í 9. bekk, Eysteinn og Lilja í 10. bekk. Hrannar og Lilja kepptu í hraðabrautinni, Bryndís keppti í armbeygjum og hreystigripi og Eysteinn keppti í upphífingum og […]

Nemendur fá hjálma að gjöf
Á dögunum fékk 1. árgangur góða heimsókn frá meðlimum Kiwanisklúbbsins Eldeyjar sem komu færandi hendi með reiðhjólahjálma. Krakkarnir fengu einnig endurskinsmerki, buff og bók. Gjafirnar koma sér án efa vel og þakkar 1. árgangur kærlega fyrir sig.