Nemendur í 2.bekk sækja jólatré

Fimmtudaginn 7.desember fór 2.bekkur í Mógilsá að sækja jólatré. Bjarki, pabbi Freyju í 2.bekk, tók á móti okkur. Kveikt var á varðeld og börnin drukku heitt kakó og borðuðu nesti og fóru í leiki. Bjarki fór með börnin í göngu í gegnum skóginn þar sem hann fræddi nemendur um tréin. Grillaðar voru pylsur yfir varðeldinum og að lokum farið og valið jólatré. Allir fóru heim kaldir en glaðir

Posted in Fréttir.