Verkfall Eflingar

Á morgun og á meðan verkfall Eflingar varir verður ekki morgun- eða hádegismatur fyrir nemendur og mikilvægt er að þeir komi með morgun- og hádegisnesti. Nemendur þurfa einnig að koma með þau áhöld sem þarf til að matast, t.d. hnífapör, diska og glös. Ekki verður hægt að hita mat né grilla á meðan verkfallið varir. Við vonum að verkfallið leysist sem fyrst, en erum þakklát fyrir að skólastarf hjá okkur raskast ekki að öðru leyti því Sólar, hreingerningarþjónusta sér um nánast alla ræstingu í skólanum.

Posted in Fréttir.