Vatnsendaskóli íslandsmeistari barnaskólasveita árið 2020

Um helgina tók A og B sveit Vatnsendaskóla þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita (1-7. bekkur) en alls mættu 26 sveitir til leiks. Báðar sveitir Vatnsendaskóla náðu frábærum árangri. A sveit varð íslandsmeistari og B sveitin okkar náði bestum árangri B sveita. Við erum gríðarlega stolt af þessum hóp og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Nánar um úrslit https://skak.is/2020/05/23/vatnsendaskoli-islandsmeistari-barnaskolasveita-arid-2020/

Posted in Fréttir.