Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram á miðvikudaginn, 27. maí, í Salnum í Kópavogi. Lengi vel var útlit fyrir að keppnin yrði ekki haldin vegna Covid-19 en á síðustu stundu var blásið til hátíðar. Átján 7. bekkingar, úr öllum grunnskólum Kópavogs, lásu brot úr sögunni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson, ljóð eftir Jón úr Vör og eitt sjálfvalið ljóð. Það gerðu þeir listavel. Sigurvegari keppninnar í ár er Dagur Ari Gestsson úr Snælandsskóla og óskum við honum til hamingju með árangurinn. Fyrir hönd Vatnsendaskóla kepptu þær Elísa Hjaltested og Hrafnhildur H. Hólmsteinsdóttir. Þær stóðu sig með mikilli prýði og voru glæsilegir fulltrúar skólans. Varamaðurinn, Davíð Steinn Einarsson, stóð á hliðarlínunni allt til loka keppninnar, reiðubúinn að hlaupa í skarðið ef á þyrfti að halda. Færir skólinn honum bestu þakkir fyrir.

Posted in Fréttir.