Stelpur og tækni

Alþjóðlegi „Stelpur og tækni“ dagurinn var haldinn í áttunda sinn hér á landi, þann 19.maí.  Hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. HR sér um þennan dag hér á landi.  Í ár var hann „online“ líkt og í fyrra.  Boðið var upp á tvær vinnustofur, í þeirri fyrri hönnuðu stelpurnar tölvuleik í CodeCombat og í þeirri seinni forrituðu þær í Scratch. Vatnsendaskóli hefur tekið þátt í þessum degi undanfarin ár og þó hann hafi verið með breyttu sniði þetta árið tókst hann vel.

 

Posted in Fréttir.