Skólaþing

Í vikunni fóru nemendur í 10. bekk í heimsókn á Skólaþing en Skólaþing er hlutverkaleikur um þingstörf, ætlaður nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Í leiknum setja þátttakendur sig í spor þingmanna. Þeir þurfa að takast á við ákveðin mál, kljást við ólíkar skoðanir, og komast að niðurstöðu á lýðræðislegan hátt líkt og Alþingismenn gera. Nemendur léku leikinn af miklum krafti, þar sem ríkisstjórnin klofnaði, menn kusu gegn eigin flokki og fram í köll voru áberandi líkt og um alvöru þing væri að ræða. Nemendur voru til fyrirmyndar í einu og öllu og hafði kennari mjög gaman af því að vera með þeim og kannski leynast framtíðar þingmenn í hópnum.

Posted in Fréttir.