Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í morgun tóku allir nemendur skólans þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið tók við af Norræna skólahlaupinu sem hefur verið hluti af skólaíþróttum síðan 1984. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Nemendur hlupu hring sem var 2.5 km. og gátu þeir valið að hlaupa 1 – 4 hringi. Veðrið lék við okkur og stemningin var frábær.
Posted in Fréttir.