Framboðsræður og kosningar

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 10. bekk verið í stjórnmálafræði í spretti þar sem þeir hafa glímt við fjölbreytt verkefni. Eitt þeirra gekk út á að skipta árgangnum í 15 ólíka hópa sem þurftu að búa til stjórnmálaflokk frá grunni og hanna eigin stefnuskrá, grunngildi, markmið, logo og slagorð sem grípur.

Sú vinna kláraðist í hátíðarsal skólans í gær, en þá fóru fram kosningar þar sem allir hóparnir fluttu framboðsræður sínar og að þeim loknum nýttu nemendur kosningarréttinn og gengu til kjörklefa.

Verkefnið tókst vel og gaman var að sjá áhugaverð málefni, frumlegar stefnuræður, pólitískan áróður og flugbeittar auglýsingar. Að sama skapi voru nokkrir flokkar sem reyndu sitt besta í að kaupa sér atkvæði með kökubakstri og matargjöfum á borð við ís, sleikjó, kex o.fl.

Flest atkvæði (27%) fékk flokkurinn „Frjálsar framkvæmdir“ og óskum við Bjarneyju, Ísabellu og Þóru til hamingju með sigurinn og væntum við þess að fulltrúi flokksins fari fljótlega til skólastjórnenda Vatnsendaskóla og ræði hugmyndir og „kröfur“ um ólík embætti og mögulegt „stjórnarsamstarf“.

Posted in Fréttir.