Skáksveitir skólans stóðu sig frábærlega

Skáksveitir skólans stóðu sig frábærlega á á Íslandsmóti skólasveita um helgina. Yngri sveitin okkar (4. – 7.b) lenti í öðru sæti og eldri sveitin okkar (8. -10.b) sigraði í sínum flokki og er því Íslandsmeistari. Tvö efstu liðin í hvorum flokki öðlast keppnisrétt á Norðurlandamótinu í haust svo Vatnsendaskóli er því með glæsilegan árangur að eiga bæði yngri og eldri sveit á því . Norðurlandamótið fer fram á Íslandi í október.

 

Yngri skáksveitina skipa:

Aðalsteinn Egill Ásgeirsson

Hrannar Már Másson

Þórarinn Víkingur Einarsson

Þórhildur Helgadóttir

 

Eldri skáksveitina skipa:

Arnar Logi Kjartansson

Guðmundur Orri Sveinbjörnsson

Jóhann Helgi Hreinsson

Mikael Bjarki Heiðarsson

Tómas Möller

 

Við óskum skák krökkunum okkar innilega til hamingju með frábæran árangur.

Posted in Fréttir.