Fréttir

Alþjólegur dagur læsis
Fimmtudaginn 8. september nk. höldum við upp á alþjóðlegan dag læsis. Markmið hans er að vekja athygli á mikilvægi læsis og að hvetja til aukins lesturs. Allir árgangar skólans munu ræða um læsi og hvað felst í því að vera læs. […]

Breyttur útivistartími
Vakin er athygli á því að útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Þá mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00 og 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22:00. Bregða má út […]

Breytingar á skilmálum vegna afnota af spjaldtölvu
Vakin er athygli á því að ný uppfærsla af skilmálum um afnot af spjaldtölvum er komin út eftir endurskoðun og má finna á vefsíðu verkefnisins. Þegar nemendur fá afhenta spjaldtölvu í fyrsta sinn eru foreldrar beðnir um að samþykkja skilmála vegna […]

Skólabyrjun Vatnsendaskóla
Skólasetning verður þriðjudaginn 23. ágúst og verður tímasetning eftirfarandi: 09:00, 2 .- 4. árgangur 10:00, 5. – 7. árgangur 11:00, 8. – 10. árgangur Skólasetningin fer fram á sal skólans. Nemendur og foreldrar í 1.bekk verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara […]

Hnetu- og möndlulaus skóli
Við viljum minna á að Vatnsendaskóli er hnetu- og möndlulaus skóli. Hér eru nemendur sem eru með bráðaofnæmi. Hnetur og möndlur leynast víða og viljum við biðja ykkur um að vera vakandi fyrir því.

Vatnsendaskóli fagnar fjölbreytileikanum
Vatnsendaskóli fagnar fjölbreytileikanum og hefur dregið fána hinsegins fólks að húni. Þess má geta að á hausti komanda verður öllum nemendum í 10.bekk í grunnskólum Kópavogs boðið á rómaða heimildasöngleik Bjarna Snæbjörnssonar og Grétu Kristínar Ómarsdóttur, Góðan daginn, faggi, í Salnum […]