Kappaksturskeppni

Fimmtudaginn 18. apríl, blés Spretturinn (samþætting námsgreina á unglingastigi í Vatnsendaskóla) til kappaksturskeppni í sal skólans. Nemendur í 8.bekk hafa unnið að hönnun og byggingu bíla undanfarna daga.

Bíllinn átti að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Bíllinn má einungis færast úr stað með því að tæma loft úr blöðru.
  • Bíllinn verður að vera sterkur og má ekki detta í sundur við notkun
  • Bíllinn verður að keyra minnst 1.5 metra.
  • Bílinn verður að keyra eftir næstum því beinni línu.

Hver bíll fékk einungis 1 tilraun til þess að komast lágmarksvegalengdina og heilla dómnefnd Vatnsendaskóla.

Veitt voru verðlaun í þessum flokkum:

  • Hraðasti bílinn
  • Lengsta vegalengdin
  • Frumlegasta hönnunin
  • Skemmtilegasti bíllinn

Sjá má fleiri myndir á FB síðu skólans.

Posted in Fréttir.