Fréttir
Kór Vatnsendaskóla
Kór Vatnsendaskóla hélt skemmtilega jólatónleika í morgun í hátíðarsal skólans fyrir foreldra og aðstandendur. Kórinn samanstendur af söngelskum nemendum í 2.- 5. árgangi. Nemendur stóðu sig frábærlega og komu öllum í gott jólaskap!
Vasaljósagöngur
Í svartasta skammdeginu er gaman að fara út með vasaljós. Vinabekkir hittust í vikunni og fóru í gönguferðir með vasaljós og nesti. Hóparnir fóru í Magnúsarlund eða á útikennslusvæðið í Dimmuhvarfi. Kveiktur var varðeldur og nemendur gæddu sér á kakói, rjóma, […]
Hour of Code – Klukkustund kóðunar
Dagana 5. – 11. desember er haldin alþjóðleg, Hour of Code vika (klukkustund kóðunar). Klukkustund kóðunar er árlegt átak í forritun sem gengur út á það að fá sem flesta til þess að skoða og kynna sér forritun á myndrænan og skemmtilegan […]
Nemendur sækja jólatré
Hefð er í Vatnsendaskóla að nemendur í 2. árgangi fari í ferð á aðventunni til að sækja jólatré fyrir skólann. Þetta árið var farið í skóginn í Úlfarsfelli. Þar tók á móti okkur starfsmaður skógræktarinnar. Hann fór með nemendur í gönguferð […]
Nemendur heimsækja Hrafnistu
Í morgun fór 6. árgangur á Hrafnistu í Boðaþingi. Nemendur glöddu íbúa og starfsfólk með söng og undirspili en þessa dagana æfir árgangurinn stíft fyrir jólaleikrit. Það var því kjörið að heimsækja Boðaþing og taka eina æfingu þar og láta gott […]
Rithöfundur í heimsókn
Gunnar Helgason kom í heimsókn í dag og las uppúr nýjustu bók sinni, Bannað að ljúga, fyrir nemendur í 3. – 8. bekk. Nemendur voru feikilega ánægð og skemmtu sér vel. Bókin fjallar um Alexander Daníel Hermann Dawidsson (ADHD) og Sóleyju […]