Fréttir
Páskakveðja
Starfsfólk Vatnsendaskóla vonar að nemendur og fjölskyldur þeirra eigi notalegt páskafrí framundan og óskum við ykkur gleðilegra páska. Skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 2. apríl, samkvæmt stundaskrá.
Kópurinn
Tilnefning til Kópsins 2024. Viðurkenning Menntaráðs fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf. Hér má finna eyðublað fyrir tilnefningar.
Stóra upplestrarkeppnin
Þann 13. mars fór fram lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Salnum í Kópavogi. Fulltrúar Vatnsendaskóla að þessu sinni voru þær Guðrún Katrín Matthíasdóttir og Þórey María Einarsdóttir. Þær stóðu sig afar vel og voru skóla sínum til mikils sóma. Til hamingju með […]
Dagur stærðfræðinnar
Haldið var upp á alþjóðlegan Dag stærðfræðinnar fimmtudaginn 14. mars 2024. Dagsetningin tengist tölunni pí (3,14) eins og margir vita. Þemað í ár var Leikið með stærðfræði. Markmiðið var að fagna leikgleðinni sem felst í því að leysa þrautir, spila og vinna með stærðfræði í […]
Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Í dag fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Þátttakendur að þessu sinni voru fjórtán og gerðu þeir dómnefnd erfitt fyrir með frábærum lestri. Það fór svo að Guðrún Katrín og Þórey María voru valdar til að keppa fyrir hönd skólans í Stóru […]
Innritun 6 ára barna
Innritun 6 ára barna (fædd 2018) í grunnskóla Kópavogs fer fram í gegnum þjónustugátt bæjarins og stendur til 8. mars. Nánari leibeiningar má finna hér.