Bebras áskorunin

Bebras áskorunin fer nú fram þessa vikuna, 11. – 15. nóvember. Áskorunin er keyrð í eina viku og er einungis opin þá daga. Það er nú í fjórða sinn sem nemendur, í 5. – 10.b, Vatnsendaskóla taka þátt í áskoruninni. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem hvetur börn til að nota hugsunarhátt forritunar (Comp. thinking) við að leysa verkefni. Þessi áskorun kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa skemmtileg verkefni. Bebras er ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni. Hægt að lesa meira um Bebras áskorunina á bebras.is

Posted in Fréttir.