Skipulagsdagur á mánudag 23. mars, frístund lokuð.

Á mánudag er skipulagsdagur í Vatnsendaskóla og frístund lokuð. Miklar breytingar á skólastarfinu kalla á tíma fyrir kennara til þess að fara vel yfir þá daga sem liðnir eru í breyttu skipulagi og endurskoðun varðandi næstu daga. Við höfum fundið að það reynir á börnin að þrengt er að þeim varðandi hvaða kennslurými við getum notað og þó við nýtum alla tækni og þá möguleika sem fyrir hendi eru þá munar um að íþróttahús, bókasafn  og listgreinastofur eru ekki í notkun, auk þess eru öll sameiginleg rými úti. En allir gera sitt besta og við förum vel yfir allt skipulag með okkar kennurum og kynnum fyrir ykkur hvernig næsta vika mun líta út í pósti frá hverjum árgangi á mánudag.

Við minnum á að mikilvægt er að skrá í mentor ef börnin eru ekki að koma í skólann og að það komi fram hvort það sé vegna þess að börnin séu í sóttkví, veik eða að foreldrar hafi ákveðið að hafa börnin heima. Skráningarnar eru mikilvægar fyrir okkur og ef þið viljið hafa börnin heima þá er það ykkar val.

Posted in Fréttir.