Fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila

Mánudaginn 8. maí og miðvikudaginn 10. maí kl. 17:30-18:45 verður fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila í Kópavogi með Heimili og skóla. Á mánudag fer fræðslan fram í Salaskóla en á miðvikudag fer hún fram í Smáraskóla.

Hvernig get ég sem foreldri lagt mitt að mörkum til að auka vellíðan barnsins míns og skiptir samvinna foreldra máli þegar kemur að farsæld barnanna okkar? Samheldni og samstarf foreldra hefur jákvæð áhrif á velferð barna; skólabrag og líðan nemenda, foreldra og kennara, svo ekki sé minnst á árangur í leik og námi.

Við hvetjum öll til að mæta á fundinn.

Mikilvægt er að skrá sig ef horfa á í streymi:

Kópavogur, mánudagur 8. maí, subtitled to english: https://forms.gle/SS1fnxwkD3jP1XWs7

Kópavogur, miðvikudagur 10. maí: https://forms.gle/xs1oUh9oxHisy1Wg8

Posted in Fréttir.